Vaxandi líkur á að evrusvæðið liðist í sundur

Framkvæmdastjóri hjá bandaríska fjármálafyrirtækinu Roubini Global Economics, Gina Sanchez, segir að líkurnar á að Efnahags- og myntbandalag Evrópu liðist í sundur hafi aukist. „Við gerum ráð fyrir vaxandi möguleikum á að evrusvæðið liðist í sundur,“ sagði hún í samtali við Reuters fréttaveituna. Sanchez vildi þó ekki setja nákvæma tölu á möguleikana á að evrusvæðið liðaðist í sundur en sagði að fyrirtækið teldi minni en 1% möguleika á auðveldri lausn vandamála svæðisins.

Heimild:
Segir vaxandi líkur á að evrusvæðið liðist í sundur (Mbl.is 09/06/10)