Vel heppnaður fundur

Heimssýn hélt hádegisfund í gær 15. desember í Háskóla Íslands undir fyrirsögninni „Er hægt að bjarga evrunni?“ og var hann vel sóttur, enda mættu vel á fjórða tug.

Sagði Björn Bjarnason frá stjórnmálalegum áskorunum ESB-ríkjanna. Þótti erindi hans sérstaklega fróðlegt og hafði hann mikið til málanna að leggja, en hann hefur nýlega verið í Brussel og Berlín. Stefán Jóhann Stefánsson fór vandlega yfir hagfræðilegu hlið málsins og kynnti þar megin atriði. Upptaka af fundinum mun verða aðgengileg bráðum.