Vera í Evrópusambandinu hefði ekki bjargað Íslendingum

Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, hélt fyrirlestur í Dublin 18. júní sl. á vegum Institute of European Affairs þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að það hefði ekki bjargað Íslendingum frá því efnahagslega fárvirðri sem leiddi til efnahagshrunsins hér á landi sl. haust og falls þriggja stærstu bankanna ef Ísland hefði verið í Evrópusambandinu. Hann benti í því sambandi m.a. á að vera í sambandinu hefði ekki bjargað lettneska hagkerfinu frá því að dragast saman um 18% á þessu ári.

Geir minnti einnig á að gert er ráð fyrir að hagkerfi Írlands muni dragast saman um 10,75 til 12% á þessu ári. Á sama tíma væri gert ráð fyrir að samdrátturinn á Íslandi yrði 10%. Þess má þó geta að nýjustu spár kveða á um 7% samdrátt hér á landi.

Heimildir:
Irish GDP will shrink faster than Iceland’s, says ex-PM (Independent.ie 19/06/09)
OECD spáir 7% samdrætti á þessu ári (Vb.is 25/06/09)