VG ætlar að endurskoða ESB-umsóknina

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs samþykki um helgina að umsókn ríkisstjórnarinnar um inngöngu í Evrópusambandið yrði tekin til gagngerrar endurskoðunar og að tillaga um að umsóknin yrði dregin til baka yrði vísað til málefnaþings sem til stendur að halda næsta haust. Að lokum var anstaða VG við inngöngu í ESB ítrekuð.

Orðrétt segir í samþykkt flokksráðsfundarins:

 

Flokksráðsfundur VG samþykkir að vísa tillögu um að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka, til málefnaþings sem haldið verður á haustmánuðum.

Forsendur ESB umsóknar eru breyttar og í því ljósi er mikilvægt að málið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar. Jafnframt felur flokksráð stjórn flokksins að skipa hið fyrsta undirbúningshóp til að halda utan um meðferð málsins fram að málefnaþinginu vegna fyrirhugaðs málefnaþings.

Flokksráð ítrekar andstöðu VG við aðild að Evrópusambandinu og vísar til fyrri samþykkta í þeim efnum.

Heimild:
Samþykktar tillögur af flokksráðsfundi Vinstri grænna (Vg.is 26/06/10)