Vinstri græn ræða ESB-umsóknina

Vinstri hreyfingin grænt framboð heldur um komandi helgi málefnaþing um ESB og önnur utanríkismál. Málþingið er opið félagsmönnum í VG en þátttakendur eru beðnir um skrá komu sína á netfangið vg@vg.is.

Á málþinginu munu talsmenn samninganefndar Íslands kynna umsóknarferlið, Ragnar Arnalds fyrrverandi formaður Heimssýnar og Brynja B. Halldórsdóttir formaður Ísafoldar flytja erindi og síðan fer fram hópastarf þar sem hver hópur tekur fyrir eina spurningu.

Meðal þeirra úrlausnarefna sem lögð verða fyrir hópana s.s. hversu vel núverandi ferli samrýmist stefnu VG og hvernig andstæðingar aðildar nái best fram markmiðum sínum. Formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, mun ásamt fleirum sitja fyrir svörum í pallborði.