PER HERNMAR, formaður NEJ TILL EU skrifar
Aðild Svíþjóðar að ESB hefur þýtt mikla skerðingu á lýðræði. Áður voru öll lög samin innanlands. Aðild að ESB snýst að miklu leyti um að innleiða tilskipanir ESB. Þau mál sem ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir innan ESB eru ekki tekin fyrir í sænska þinginu. Slík ESB-mál eru tekin fyrir í ESB-nefnd þingsins sem hefur ráðgefandi hlutverk.
Nefndin kemur saman einu sinni í viku og getur verið mikið magn af skjölum sem nefndarmenn ná vart að kynna sér til fulls. Álit ESB-nefndarinnar þarf að vera tilbúið fyrir fundi fulltrúaáðsins, ráðherraráðsins og fundi þjóðhöfðingja í Evrópuráðinu. Ríkisstjórn og ráðherrar fara jafnan eftir ákvörðunum ESB-nefndarinnar.
En ef málefnin sem tekin verða upp í ráðherraráði ESB í Brussel eru tilefni umdeildra samningaviðræðna er afstaða ESB-nefndarinnar ekki gerð opinber. Á heildina litið þýðir þetta að stefna sænsku ríkisstjórnarinnar í ESB er ekki tekin til opinberrar umræðu.
Lítil umræða
Þegar búið er að afgreiða málin á þessum vettvangi ESB og þau verða að tilskipunum ESB eru þau send til þjóðþinga. Innleiðingin á landsvísu er síðan venjulega undirbúin með eins manns rannsókn og lögð fyrir sænska þingið. Tilskipun ESB er þá meðhöndluð sem venjuleg lagafrumvarp.
Sjaldan er fjallað um hvort tilskipanir ESB og ESB eigi að stjórna sænskri löggjöf. Auk þess notar framkvæmdastjórn ESB í auknum mæli reglugerðir, sem hafa sömu áhrif og lög en þurfa ekki samþykki þjóðþinga.
Afnám hafta og markaðsvæðing innviða
ESB er markaðsbandalag þar sem markmiðið er að sem flest sé markaðsvætt. ESB hefur ákveðið að stór hluti félagslegra innviða séu einkavæddir og í samkeppni. Með járnbrautatilskipun Evrópusambandsins árið 2001 var farið að reka járnbrautirnar af nokkrum mismunandi flutningafyrirtækjum. Viðhald járnbrauta er í höndum hundruðum undirverktaka.

Myndskreyting eftir Robert Nyberg, frá Nei til ESB tímaritsins Critical EU Facts nr. 2 2024.
Póst- og fjarskiptamarkaðurinn var einkavæddur árið 1993 og í dag eru nokkur stór fyrirtæki eins og PostNord og Bring auk 25 staðbundinna og svæðisbundinna fyrirtækja – með áherslu á þjónustu í borgarumhverfi. Árið 1996 var raforka markaðsvædd og í dag er hægt að velja á milli 140 mismunandi raforkuviðskiptafyrirtækja. Með aðild Svíþjóðar að orkubandalagi ESB fór rafmagnsverðið hér að stjórnast af verði á þýska raforkumarkaðinum.
Sundrun hins opinbera
Með ESB aðild var New Public Management (NPM) kynnt til að laga stóra hluta hins opinbera að innri markaði ESB. Í stað samstarfsheilda urðu til mismunandi einingar sem keppa hver við aðra og hafa viðskiptatengsl. Þegar stofnun er einkavædd þarf að vera samkeppni á frjálsum markaði. Rekstur er staðlaður og gerður mælanlegur sem dregur úr svigrúmi til fagmennsku og sveigjanleika á meðan skrifræði, mælingar og bókhald vex.
Það sem hefur í grundvallaratriðum stýrt þessari þróun er löggjöf ESB. ESB- Þjónustutilskipunin þar sem öll fyrirtæki hafa rétt til að leggja fram tilboð í einkavædda þjónustu og oftast er verðið sá þáttur sem ræður því hver hlýtur innkaupin. Lög um valfrelsi í heilbrigðisþjónustu (LOV) gera frumkvöðlum kleift að stofna fyrirtæki svo sem heilsugæslustöð, sem er oftast gert á svæðum með heilbrigðari íbúa.
Samkeppnislöggjöf ESB
Samkeppnislöggjöf ESB krefjast algjörs hlutleysis milli einkavæddar opinberrar starfsemi og einkaframtaks. Eitt helsta dæmið um þetta var breyting á óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum sveitarfélaga í hagnaðardrifin húsnæðisfélög. Einkahúsnæðisfélögin töldu að sveitarfélögin hygluðu eigin húsnæðisfélögum sem ekki væru rekin í hagnaðarskyni og tilkynntu það sem mismunun til Evrópudómstólsins. Þetta leiddi til sáttar um að óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum sveitarfélaga var breytt í atvinnurekin húsnæðisfélög og einkaleigufélögin drógu til baka kæru sína um mismunun til Evrópudómstólsins.
Veiking sænsku fyrirmyndarinnar
Í Svíþjóð eru kaup og kjör ákveðin í samningaviðræðum aðila vinnumarkaðarins. Á byggingarsvæði í Vaxholm í Stokkhólms-eyjaklasanum kröfðust sænska byggingaverkamannasambandið og Rafvirkjasambandið þess að lettneskir farandverkamenn fengju sænska kjarasamninga. Verkalýðsfélagið hóf lokun á byggingarsvæðinu. Þá kvörtuðu sænsk vinnuveitendasamtök til Evrópudómstólsins sem dæmdi lettneska byggingarfyrirtækinu Lavall í vil árið 2007. Sænskum verkalýðsfélögum var þá gert að greiða skaðabætur.
Árið 2010 voru reglurnar í tilskipun ESB um farandverkamenn teknar inn í sænsku löggjöfina, Lex Lavall. Árið 2017 var slakað á reglum í Lex Lavall þannig að allir starfsmenn fái lágmarkslaun samkvæmt gildandi kjarasamningi. En beiting sænska byggingariðnaðarins á tilskipuninni um farandverkamenn heldur áfram þar sem framkvæmdir eru oft unnar með allt að hundrað mismunandi verktökum og starfsmannaleigum. Í mörgum tilfellum hefur þetta leitt til slæmra vinnuaðstæðna og skapað möguleika á útbreiddum glæpum á vinnustað.
Þetta hefur stuðlað að því að veikja sænsk verkalýðsfélög, sem árið 1990 höfðu 88% vinnuaflsins en árið 2023 var hlutfallið komið niður í 59%.
Landbúnaður: dreifbýli hefur verið fátækt
Nokkru fyrir ESB-aðild Svíþjóðar var tilskipun ESB um frjálst flæði fjármagns innleidd. Þetta þýddi afnám hafta á eignarhaldi á landi og skóglendi, sem oft var sett í reglur um hvert bú. Með fjármagnsfrelsi varð auðveldara að kaupa upp smábýli og skóga og þess vegna hvarf stór hluti sænskra smábúa. Stuðningur við atvinnugreinar í strjálbýlum svæðum hvarf einnig þar sem samkeppnislög ESB leyfa ekki ríkisstyrki til iðnaðar. Í stað hans kom byggðastuðningur ESB sem í mörgum tilfellum nýtist best stórum búum sem geta tekist á við skrifræðið með tímabundnum verkefnastyrkjum.
Á árunum 1970 til 2016 fækkaði jörðum í landbúnaði um helming. Þróun sem hélt áfram í ESB-aðild með 40% fækkun í sænskum landbúnaði á tímabilinu 1990 til 2023. Framleiðni hefur aukist. En sveitirnar eru fátækari og líffræðilegur fjölbreytileiki snauðari þar sem býlin verða sífellt stærri.
Útgerð: Togarar ryksuga Eystrasaltið
Fyrstu áhrif á sænska útgerð af ESB-aðild var minnkun fiskveiðilögsögunnar úr úr alþjóðlegum staðli um 20 sjómílur í 12 sjómílur. Fiskveiðum í Svíþjóð er stjórnað af sjávarútvegsnefnd ESB-landanna sem setur aflakvóta af mikilli tillitssemi við eigin fiskveiðihagsmuni. Ráðgjöf vísindamanna er hönnuð af sjávarútvegsnefnd ESB og fjallar aðeins um kvóta mismunandi tegunda hver fyrir sig en greinir ekki heildina.
ESB hefur magn- og iðnaðarveiðar að markmiði. Litlum strandveiðimönnum hafa verið boðnir styrkir til að hætta veiðum. Þannig hefur meirihlut sænskra smábátaútgerða þurrkast út, en í stað þeirra koma stórir iðnaðartogarar sem ryksuga Eystrasaltið. Einn mikilvægasta rétt norrænnar menningar, súrsíld (gerjuð síld) er ekki lengur hægt að framleiða þar sem strandsíld hefur verið ofveidd. Þetta hefur hins vegar ekki haft áhrif á sjávarútvegsnefnd ESB sem heimilar þess í stað veiðar á djúpsævi.
Auðlindir – orka – umhverfi
Í nóvember 2023 greiddi Evrópuþingið atkvæði gegn því að draga úr notkun skordýraeiturs um 50% fyrir árið 2030. Sama ár ákvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að leyfa notkun Glyphosate í 10 ár í viðbót
Sænska ríkisstjórnin vinnur nú að því að innleiða kröfur ESB um hraðari ákvarðanir og einfaldað umhverfismat, þar á meðal afnám neitunarréttar sveitarfélaga. Þetta er mikilvægt til að hægt sé að beita hráefnislöggjöf ESB án íþyngjandi umhverfismats. Þetta þýðir aukinn þrýsting á að opna námur fyrir mikilvæga jarðmálma. Fundist hefur úran sem stjórnvöld vilja leyfa vinnslu á. Tvær af mögulegum framtíðarnámum eru staðsettar mjög nálægt stærstu ferskvatnslónum landsins, Vättern og Storsjön. Margar tilraunaboranir eftir jarðefnum fara fram á svæðum Sama og valda því að hreindýraiðnaðurinn skaðast. Sjaldgæfir jarðmálmer eru nauðsynlegt hráefni fyir evrópsk rafbílafyrirtæki, hernaðaruppbyggingu o.s.frv.
Bandalagsfrelsi
Svíþjóð var meira og minna utan bandalaga í allt að 200 ár. Markmið Svíþjóðar var „Hlutlaus Svíþjóð utan hernaðarbandalaga“. Eftir seinni heimsstyrjöldina fylgdi Svíþjóð mjög virkri utanríkisstefnu til stuðnings kúguðum þjóðarbrotum og þjóðum. En þegar Svíþjóð gerðist aðili að ESB hætti Svíþjóð að reka sjálfstæða utanríkisstefnu. Síðan 1992 hafa ríkisstjórnir smá saman lagt minni áherslu á hlutleysið svo Svíþjóð gæti að lokum gengið í NATO. NATO hefur að miklu leyti starfað sem varnarstofnun ESB. ESB er nú að byggja upp sitt eigið hernaðarbandalag sem verður yfirþjóðlegt og gerir þar með markmið Lissabonsáttmálans um sameiginlegar varnir fyrir sambandið að veruleika. Þjóðarsjálfstæði Svíþjóðar mun þá minnka enn frekar.
Birtist fyrst á vef Folkrörelsen Nej till EU