Eyþór Arnalds mætti nýverið í Spjallið með Frosta Logasyni. Hann er einn þeirra sem telur Ísland ekkert erindi eiga inn í Evrópusambandið. ESB sé í tilvistar- og efnahagskreppu eins og fram kemur í skýrslu Mario Draghi fyrrverandi seðlabankastjóra ESB.
Eyþór segir iðnað í álfunni eiga undir högg að sækja bæði vegna hækkandi orkuverðs. Reglufargan haldi aftur af þróun hugbúnaðariðnaðar í ESB. Ísland standi auk þess mun betur en ESB þegar kemur að lífeyrismálum, atvinnustigi og framtíðartækifærum.