ESB aðild

  • Hvað er hræðilegra en að hlaupa inn í brennandi hús?

    Hvað er hræðilegra en að hlaupa inn í brennandi hús?

    Arnar Þór Jónsson skrifar: „Ríki Evrópu sem áður voru pólitísk stórveldi á hinu alþjóðlega sviði hafa stöðugt minni áhrif. Úkraínustríðið hefur undirstrikað það sem öllum mátti raunar vera áður ljóst, þ.e. að vegna þess hve veikburða herir Vestur-Evrópu eru í samanburði við her BNA, þá stendur NATO og fellur með hernaðarmætti Bandaríkjanna. Samt geltir ESB…

  • „Þó ég sé hlynntur inngöngu í ESB“

    „Þó ég sé hlynntur inngöngu í ESB“

    „Við þurfum nú að beina orkunni að því að standa vörð um norska hagsmuni. Ekki að eyða henni í langt, krefjandi umsóknarferli [að Evrópusambandinu] sem hætta er á að sundri okkur,“ sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, í ræðu sinni á landsfundi flokksins 5. apríl 2025. Verkamannaflokkurinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, hefur sögulega séð verið hlynntur…

  • Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

    Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

    Haraldur Ólafsson formaður Heimssýnar: Ýmsir pistlahöfundar hafa að undanförnu mælt með aðild að Evrópusambandinu á þeim forsendum að þá yrðu Íslendingar öruggari en þeir eru núna.  Þessi málflutningur á sér líklega helst rætur í því að fjarað hefur undan rökunum sem byggja á peningamálum, ekki síst eftir skeleggar útskýringar Ragnars Árnasonar hagfræðiprófessors á síðum Morgunblaðsins…

  • Rök gegn myntbandalagi

    Rök gegn myntbandalagi

    Sumir telja að það gæti verið hagstætt fyrir Ísland að taka upp evru. Þeir láta sig dreyma um lægri vexti og aukinn stöðugleika. En er sú draumsýn á rökum reist? Lægri vextir? Stöðugleiki? Peningastefna ESB óhentug Evruvandinn Niðurstaða Loforð um lægri vexti og stöðuga evru kunna að hljóma vel, en evrusvæðinu myndu fylgja ný vandamál…

  • Eyþór Arnalds: „ESB er í tilvistarkreppu“

    Eyþór Arnalds: „ESB er í tilvistarkreppu“

    Eyþór Arnalds mætti nýverið í Spjallið með Frosta Logasyni. Hann er einn þeirra sem telur Ísland ekkert erindi eiga inn í Evrópusambandið. ESB sé í tilvistar- og efnahagskreppu eins og fram kemur í skýrslu Mario Draghi fyrrverandi seðlabankastjóra ESB. Eyþór segir iðnað í álfunni eiga undir högg að sækja bæði vegna hækkandi orkuverðs. Reglufargan haldi…

  • Fullveldi til sölu

    Fullveldi til sölu

    Stefán Karlsson stjórnmálafræðingur skrifar: Hátíðarfundurinn á Þingvöllum 17. júní 1944 markaði endalok á langri sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar.  Þá var lýðveldisstjórnarskráin fyrir Ísland löggilt og stjórnskipulag sjálfstæðs ríkis á Íslandi ákveðið.  Fullveldi landsins var óafturkræf ákvörðun, bindandi fyrir komandi kynslóðir.   Sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar var ekki aðeins þjóðernislegt metnaðarmál heldur undirstaða þess að þjóðinni vegnaði…

  • Snorri Már: „Aðild að ESB samræmist ekki hagsmunum Íslands“

    Snorri Már: „Aðild að ESB samræmist ekki hagsmunum Íslands“

    Evrópusambandsaðild er óæskileg og samræmist ekki hagsmunum Íslands. Þetta segir Snorri Másson þingmaður Miðflokksins i viðtali við Pétur Gunnlaugsson í Síðdegisútvarpinu. Snorri bendir á að þróunin innan Evrópusambandsins sé ekki blómleg og að hagkerfi margra ESB-ríkja glími við alvarlegar áskoranir. Hann segir að Ísland hafi sterka stöðu sem sjálfstæð þjóð sem hafi aðgang að mörkuðum…