Hvert stefnir Evrópusambandið?

Föstudaginn 30. ágúst 2013 í stofu N-132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 17:15–18:15, flytur Marta Andreasen, Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn og fyrrverandi aðalendurskoðandi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, erindi sem hún nefnir: Hvert stefnir Evrópa? “The European Union, where is it going?” Fundarstjóri verður Björn Bjarnason.

Nánar

Það er ekki barátta í ESB, það er stríð!

Eftir Bjarna Harðarson

Greinin var birt í Morgunblaðinu 12.06.2013

Á plakati utan á Ólympíuhöllinni í Aþenu gefur að líta þrjá menn í sundbolum og sá í miðið heldur vinalega um axlir hinna. Þetta eru kunnugleg andlit því lengst til vinstri er þýski hagfræðingurinn Karl Marx, þá Lenín og lengst til vinstri Trotský. Sá fyrstnefndi svoldið vantrúaður á svipinn eins og hann viti að fólk verði hugmyndafræði hans aldrei samboðið en Lenín að vanda eins og skeggjuð unglingsstelpa sem veit að allir eru svoldið skotnir. Trotský smeygir handlegg undir holöndina hjá þessari miðjustelpu en augnaráðið er flóttalegt eins og hann viti þau örlög sín að verða drepinn í þágu hugsjónanna.

Myndin er óskýr og ekki nema í meðallagi vel fölsuð með gamaldags skærum frekar en tölvuforriti. En hún passar giska vel inn í það andrúmsloft vinstri stefnu sem ríkir í yfirgefnu ólympíuþorpi í höfuðborg Grikklands. Hingað hafa hópar vinstri manna, grísk launþegasamtök, stjórnmálaflokkar og grasrótarhreyfingar efnt til ráðstefnu gegn niðurskurðarstefnu ESB og peningastefnu ESB, AGS og Evrópska Seðlabankans, Troikunni svokölluðu en hugtakið er rússneskt að uppruna og merkir einfaldlega þrenningin. Um 200 fundarboðendur stóðu að ráðstefnunni og fundargestir störfuðu í tvo daga í fjölmörgum hópum þar sem rætt var um efnahagsvandann út frá hagsmunum almennings. Meðal þátttakenda voru samtök andstæðinga ESB aðildar á Norðurlöndunum og Heimssýn á Íslandi sendi tvo áheyrnarfulltrúa.  Nánar

Sjávarútvegsstefna ESB (CFP) verður ráðandi

„Ég tel að þau ríki Evrópusambandsins þar sem sjávarútvegur er til staðar eigi að vera undir sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins sett,“ segir Lucinda Creighton, Evrópuráðherra Írlands, spurð hvort hún telji að Ísland gæti haldið fullum yfirráðum yfir íslensku fiskveiðilögsögunni ef til inngöngu landsins í Evrópusambandið kæmi og þannig fengið undanþágu frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu þess.

Meira um þetta hér.

Fundur um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB

Þriðjudaginn þann 5. febrúar 2013 klukkan 12:00 í Norræna húsinu, mun Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, standa fyrir opnum fundi um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB. Framtíð aðildarumsóknarinnar mun fyrst og fremst vera ráðin af afstöðu flokkanna til málsins og árangur þeirra í kosningunum í vor.

Þá hefur Heimssýn ákveðið að gefa kjósendum tækifæri til þess að kynna sér afstöðu flokkanna til málsins og heldur því opinn fund um málið. Í fyrri hluta fundarins fær hver frummælandi að kynna afstöðu sína og síns flokks, en í seinni hluta verður fundargestum gefið færi á að koma með spurningar úr sal. Nánar

Bandaríkjamenn og Þjóðverjar leggja að Cameron í ESB-málum

Þjóðverjar vöktu reiði Breta fimmtudaginn 10. janúar þegar boð bárust frá stuðningsmanni Angelu Merkel kanslara um að David Cameron, forsætisráðherra Breta, ætti ekki að beita aðra„fjárkúgun“ með hótun um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Þetta segir frétt á vef Evrópuvaktarinnar.

Gunther Krichbaum, formaður Evrópunefndar þýska þingsins, sagði að með þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi yrði tekin mikil áhætta, atkvæðagreiðslan kynni að lama Evrópu og að kalla efnahagsvandræði yfir Breta. Nánar

Vel sóttur fundur

Heimssýn hélt í dag fund um stöðu aðildarumsóknar Íslands að ESB undir fyrirsögninni “Er ESB-umsóknin dauð?”. Var fundurinn vel sóttur, en þar mættu vel á fjórða tug manns.

Umræður voru bæði fróðlegar og málefnalegar. Styrmir Gunnarsson var þeirrar skoðunar að aðildarumsókn Íslands að ESB væri “pólítískt dauð”, eins og hann orðaði það, meðal annars vegna þeirrar andstöðu við hana sem upp er komin og vegna “skorts á dýnamískri umræðu um sambandið” og að “umræðan hefur takmarkast við umræðu um gjaldmiðilinn og evruna”. Nánar

Er ESB-umsóknin dauð?

Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, mun halda opinn hádegisfund undir fyrirsögninni „Er ESB-umsókin dauð?“. Fundarstaður  er  Thorvaldsen í Austurstræti 8-10 í Reykjavík, fimmtudaginn 20. september klukkan 12:00.

Lítill stuðningur er á bak við aðildarumsókn Íslands, hvorki á alþingi né meðal kjósenda. Af fjórum stjórnmálaflokkum á alþingi eru þrír á móti aðild Íslands. Í samfélaginu eru engir kraftar, sem orð er á gerandi, er vinna að framgangi umsóknarinnar. Ágreiningur  ríkir milli Íslands og Evrópusambandsins um makrílveiðar, og sitja Íslendingar undir hótunum um viðskiptaþvinganir. Óeining er innan ríkisstjórnarinnar um ESB-umsóknina og aðlögunarferlið. Þá er gjaldmiðill Evrópusambandsins, evran, í djúpri og alvarlegri kreppu sem ekki sér fyrir endann á. Evran hefur verið helsta röksemd aðildarsinna en núna er hún dragbítur.

Frummælendur verða Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, og Mörður Árnason, alþingismaður. Að loknum erindum frummælenda verður opnað á spurningar úr sal. Fundarstjóri verður formaður Heimssýnar, Ásmundur Einar Daðason, og er fundurinn opinn öllum.

(á facebook)

Andstaða gegn aðild að ESB vex meðal krata í Svíþjóð

Helgina 4.-5. maí hélt sænska nei hreyfingin (Nej till EU) landsfund sinn í Västerås rétt fyrir utan Stokkhólm. Voru mættir fulltrúar aðildarfélaga þeirra ásamt gestum frá Íslandi, Noregi, Finlandi og Danmörku. Einnig hélt hagfræðingurinn Dr. Stefan de Vylder erindi um stöðu evrunar.

Þó svo að aðild Svíþjóðar að ESB ekki hefur verið rædd í dágóðan tíma í landinu er baráttu vilji hreyfingarinnar enn fyrir hendi.Það þótti sérstakt fagnaðarefni að samtök sænskra krata gegn ESB aðild skulu vera endurvakin, en fjöldi efasemdamanna um ágæti aðild landsins að ESB hefur farið vaxandi.

Endurvakning samtaka sænskra krata gegn ESB-aðild þykir mikil tíðindi, sérstaklega í ljósi þess að flokkur krata (Socialdemokraterna) hefur ávallt verið mikill stuðningsaðili sænskrar aðildar.

Voru málefni Íslands meðal annars rædd á fundinum og vakti staða Íslands mikin áhuga fundargesta.