Tag Archives: Lýðræði
RÚV þarf að segja allan sannleikann
Eftir Jón Baldur L’Orange
Það er í sjálfu sér jákvætt að kynna áhrif hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu í Ríkissjónvarpinu. Þá verðum við að gera kröfu til þess að sú kynning sé hlutlaus og að báðar hliðar komi fram. Já, bæði kostir og gallar. Þeir sem vilja að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu vilja að sjálfsögðu kynna fyrir landsmönnum, og hugsanlegum kjósendum, af hverju þeir telja það farsælt fyrir þjóðina að verða hluti af Evrópusambandinu. Evrópusambandið vill sömuleiðis kynna sambandið með þeim hætti sem því hentar best. Til þessa hafa þeir sett mikla fjármuni í kynningarstarf hér á landi, og boðið fjölmiðlum styrki til að þessarar kynningar. Nánar
Aðlögun án samþykktar blasir við
Þann 9. mars síðastliðinn auglýsti embætti ríkisskattstjóra eftir verkefnastjóra til starfa „við aðlögun tölvukerfa embættisins að kröfum Evrópusambandsins auk annarra verkefna“, eins og segir í auglýsingu embættisins. Með þessu er staðfest enn eitt dæmið um að um aðlögunar-ferli sé að ræða en ekki aðildarviðræður. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í viðtali við Morgunblaðið í dag „…þetta snýst um að aðlaga tölvukerfi skattyfirvalda ef til aðildar kemur“. Með öðrum orðum á að vinna að aðlöguninni áður en samþykkt er að ganga í ESB. Nánar
Ballið er rétt að byrja
eftir Stefni Húna Kristjánsson, formann Ísafoldar – félags ungs fólks gegn ESB-aðild
Erfiðleikum á evrusvæðinu er hvergi nærri lokið og næstu ár munu reynast erfið ef marka má stefnumörkun Evrópusambandsins í málefnum ríkja í skuldavandræðum. Nýlega var ákveðið að veita Grikklandi björgunarlán í annað sinn og sækir því áleitin spurning á undirritaðan. Var fyrsta lánið ekki nóg og mun seinna lánið bjarga Grikklandi úr þeim ógöngum sem það er komið í? Nánar
Þjóðaratkvæði um ESB fyrir næstu alþingiskosningar
Aðlögunarferlið að ESB heldur íslensku samfélagi í gíslingu. Við ráðum í raun sáralitlu í þessari vegferð. „Evrópusambandið hefur sitt verklag“, eins og aðalsamningamaður Íslands segir í mbl. 21. febr. Allsendis er óvíst hvenær ESB telur sig og okkur tilbúin til að opna á viðræður um stóra og viðkvæma málaflokka eins og sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og umhverfismál. Nánar
Sértrúarsöfnuðurinn ESB-sinnar

Páll Vilhjálmsson
eftir Pál Vilhjálmsson
Einkenni sértrúarsöfnuða er að dauðahald í kreddur og kennisetningar sem veruleikinn hefur afhjúpað sem kjánaskap og vitleysu. ESB-sinnar á Íslandi eru haldnir þessu einkenni í ríkum mæli. Evrópusambandið sem Ísland sótti um aðild að 16. júlí 2009 er ekki lengur til. Klofningur er staðfestur milli þeirra tíu ESB-ríkja sem standa utan evru-samstarfsins og hinna 17 sem nota evru sem lögeyri. Nánar
Jón Bjarnason: ESB-styrkir eru mútufé
ESB- sinnar sækja nú hart á Alþingi að samþykkja heimildir til að taka á móti ca 5 milljarða sérstökum beinum fjárstuðning (IPA) við Ísland til þess að tryggja að íslensk stjórnsýsla og stofnanir verði tilbúin til að yfirtaka allt regluverk ESB við lok samningsgerðar. Ráðstöfun þessa fjár skal njóta víðtækra skattfríðinda hér á landi..
Fjárstuðningurinn dreifist á næstu þrjú ár, en á þeim tíma á að ljúka samningsferlinu og aðlögun Íslands að ESB.
Mér kemur ekki á óvart brennandi áhuga Samfylkingarinnar í að þiggja þessar fjárgjafir. En þeim mun mikilvægara er að þingmenn VG standi í lappirnar og komi í veg fyrir slíka mútuþægni.
Evrópuumræðan hér og í Noregi
Ný skýrsla í Noregi um samninginn um evrópska efnahagssvæðið, EES-samninginn, varpar ljósi á ólíka stöðu Evrópuumræðunnar hér á landi og í Noregi.
Skýrslan er gerð að kröfu andstæðinga aðildar Noregs að Evrópusambandinu. Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, sem kemur úr Verkamannaflokknum og er aðildarsinni, kom í veg fyrir að nefndin sem samdi skýrsluna myndi gera grein fyrir valkostum Noregs ef EES-samningunum yrði sagt upp.
Nánar
ESB í upphafi árs
Nú í upphafi ársins eru 18 mánuðir liðnir síðan naumur meirihluti Alþingis samþykkti að sækja um aðild að ESB. Í ljósi mikillar umræðu undanfarið um vanda ESB, stöðu ríkisstjórnarinnar o.fl. þá er ágætt að fara aðeins yfir í hvaða stöðu ESB umsóknin er.
Óljós framtíð evrunnar!
Öllum er ljós sá mikli vandi sem steðjar að evrusvæðinu og þeim fer fjölgandi sem telja að evran muni ekki lifa af í óbreyttri mynd. Mönnum greinir á hvort mögulegt sé að bjarga henni en flestir telja einu fræðilegu lausnina að flytja aukin völd frá aðildarríkjum til Brussel. Dæmi um það væri að taka upp hærri ESB skatta sem renna bent til Brussel og úthluta fjármunum síðan með ESB fjárlögum. Samhliða verði að stíga stærri skref í átt til Sambandsríkis Evrópu heldur en gert hefur verið. Nánar
Íhlutun Evrópusambandsins í stjórnmál á Íslandi
Framkvæmdastjórn Heimssýnar vekur athygli á boðuðum afskiptum erlends stjórnvalds af íslenskum innanríkismálum í eftir grein Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, sem birtist í Morgunblaðinu 14. október. Nánar