Sumir telja að það gæti verið hagstætt fyrir Ísland að taka upp evru. Þeir láta sig dreyma um lægri vexti og aukinn stöðugleika. En er sú draumsýn á rökum reist?
Lægri vextir?
- Draumurinn: Með evru kæmu lægri vextir sem gerir lántökur ódýrari.
- Veruleikinn: Vextir á Íslandi endurspegla stöðu hagkerfisin hér, sem er m.a. háð sveiflukenndum geirum eins og sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
- Seðlabankinn beitir stýrivöxtum til að bregðast við verðbólgu og koma á efnahagslegum stöðugleika út frá aðstæðum hérlendis. Aðild að evrunni myndi þýða að stýrivextir hér tækju ekki lengur mið af þörfum Íslands, heldur stærri hagkerfa á evrusvæðinu eins og Þýskalands eða Frakklands. Þetta gæti skapað vandamál:
- Sé verðbólga og hagvöxtur hærri hér en á evrusvæðinu er líklegt að vaxtastefna seðlabanka evrusvæðinsins reynist of lágir fyrir Ísland.
- Of lágir vextir geta ýtt undir eignabólur og óhóflega lántöku, eins og gerðist í sumum evrusvæðislöndum fyrir fjármálakreppuna 2008.
- Seðlabankinn beitir stýrivöxtum til að bregðast við verðbólgu og koma á efnahagslegum stöðugleika út frá aðstæðum hérlendis. Aðild að evrunni myndi þýða að stýrivextir hér tækju ekki lengur mið af þörfum Íslands, heldur stærri hagkerfa á evrusvæðinu eins og Þýskalands eða Frakklands. Þetta gæti skapað vandamál:
- Niðurstaða: Geta Íslands til að ákveða eigin vexti er mikilvægt verkfæri til að bregðast við hagsveiflum. Lægri vextir evrusvæðisins gætu hljómað aðlaðandi en gætu valdið ofþenslu hér og aukið hættu á eignabólum.
Stöðugleiki?
- Draumurinn: Evran er stöðugri en ISK, minnkar sveiflur í gengi og eykur traust.
- Veruleiki: Reyndar hefur krónan reynst stöðugri gjaldmiðill en evran sé miðað við þá gjaldmiðla sem skipta íslenska hagkerfið mestu máli.
Evran hefur sveiflast meira gagnvart USD en krónan. - Niðurstaða: Sveigjanleiki krónunnar hefur hjálpað hagkerfinu að komast yfir áföll. Að skipta krónu fyrir „stöðugleika“ evrunnar gæti gert efnahagsáföll framtíðarinnar langvinnari og dýpri.
Peningastefna ESB óhentug
- Draumurinn: Aðild að evrunni myndi samþætta Ísland inn í sterkara evrópskt hagkerfi.
- Veruleiki: Evruaðild þýðir að sjálfstæðri peningastefnu er fórnað. Við missum sveigjanleika sem er nauðsynlegur fyrir lítil, sveiflukennd hagkerfi eins og Íslands. Ein-stærð-passar-öllum nálgun Seðlabanka Evru mun sjaldnast henta íslenska hagkerfinu:
- Hagkerfi Íslands er mjög viðkvæmt fyrir alþjóðlegum hrávöruverðum og ytri áföllum (t.d. minnkun fiskistofna eða samdráttur í ferðaþjónustu). Án eigin peningastefnu getur Ísland ekki brugðist hratt við.
- Sem lítið evruland myndi Ísland hafa lítil sem engin áhrif á ákvarðanir seðlabanka evrunnar, sem þarf að huga að stærri hagkerfum.
- Niðurstaða: Peningalegt sjálfstæði gerir Íslandi kleift að bregðast hraðar við efnahagsáföllum. Aðild að evrui fórnar sjálfstjórn fyrir óvissa kosti.
Evruvandinn
- Draumurinn: Alþjóðleg staða evrunnar myndi auka efnahagslega trúverðugleika Íslands.
- Veruleiki: Evrusvæðið glímir við risavaxin óleyst vandamál:
- Efnahagslegur munur milli ríkja ESB er mikill. Skuldsetning er t.d. mikil á Ítalíu og í Grikklandi og þetta ójafnvægi getur valdið óstöðugleika á evrusvæðinu.
- Seðlabanki evrunnar getur ekki brugðist við áföllum sem snerta einstök lönd.
- Evrusvæðið uppfyllir í raun ekki þau skilyrði sem gera þarf til hagkvæmra myntsvæða.
- Niðurstaða: Aðild að evru myndi binda Ísland við kerfi sem glímir við risavaxin vandamál og veikleika.
Niðurstaða
Loforð um lægri vexti og stöðuga evru kunna að hljóma vel, en evrusvæðinu myndu fylgja ný vandamál fyrir Ísland. Við myndum missa peningalegt sjálfstæði og peningastefnu, Ísland yrði að innleiða peningastefnu sem tæki mið af þörfum evrusvæðisins en ekki Íslands. Krónan og sjálfstæð peningastefna hafa auðveldað Íslandi að yfirstíga áföll. Aðild að evru væri óheillaskref fyrir efnahag og fullveldi Íslands.