Fullveldishátíð Heimssýnar 1. desember 2014

Fullveldishátíð Heimssýnar verður haldin á Hótel Sögu annað kvöld, mánudagskvöldið 1. desember 2014 klukkan 20.00 á Hótel Sögu. Hátíðarræðu flytur dr. Atli Harðarson, heimspekingur og fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands og nú lektor við Háskóla Íslands.

Fullveldishátíð Heimssýnar 1. desember 2014

Heimssýn fagnar fullveldisdeginum 1.desember næstkomandi mánudagskvöld í Snæfelli á Hótel Sögu klukkan 20.00 með fjölbreyttri dagskrá:

Hátíðarræða: Dr. Atli Harðarson fyrrverandi skólameistari, lektor við Háskóla Íslands.

Ávörp:
Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Heimssýnar.
Jóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður og varaformaður Heimssýnar.
Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB-aðild.

Tónlist:
Hópur söngvara og hljóðfæraleikara flytur söngva úr Söngvasafni Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings.
Hljómsveitin Reggie Óðins flytur nokkur lög.
Þorvaldur Þorvaldsson syngur við undirleik Judy Þorbergsson.
Fjöldasöngur

Kaffiveitingar

Allir eru hjartanlega velkomnir

1.desember 1918 öðlaðist Ísland fullveldi á ný eftir áratuga og alda baráttu.

Stöndum vörð um fullveldið!

Fréttatilkynning frá NEI við ESB

Samtökin Nei við ESB, Heimssýn, Ísafold og Herjan skora á ríkisstjórn og Alþingi að samþykkja  tillögu utanríkisráðherra  um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Samtökin NEI við ESB  hvetja  Alþingi til að afgreiða þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar  um afturköllun umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu þegar á þessu þingi.

Samtökin telja að Ísland eigi áfram að áfram sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.Gangi Ísland í ESB myndi vald yfir veigamiklum þáttum fullveldis þjóðarinnar færast til Brüssel. ESB fer með völd á sífellt fleiri sviðum þjóðlífs aðildarríkjanna og áhrif smáríkja fara á sama tíma minnkandi. Ítarlegar skýrslur um aðildarferlið og stöðu ESB, hafa sýnt að ekki verður lengra gengið í viðræðunum nema Alþingi samþykki eftirgjöf á þeim skilyrðum sett voru með umsókninni. ESB sem ræður för og setur skilyrði og tímamörk fyrir innleiðingu reglna sambandsins í landsrétt. Svo vitnað sé orðrétt í Evrópusambandið sjálft : Aðildarviðræður snúast um skilyrði um tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu.  Um þessar reglur … verður ekki samið.“ Það er því eðlileg niðurstaða að Alþingi samþykki fyrirliggjandi tillögu ríkisstjórnarinnar um afturköllun umsóknar um aðild að ESB.

1. maí ganga og kaffi á morgun

Heimssýn félag sjálfstæðissinna í evrópumálum, Ísafold – félag ungs fólks gegn ESB – aðild og Herjan, félag stúdenta gegn ESB aðild ganga saman 1. maí undir formerkjum Nei við ESB.

 1. Við óskum launafólki til hamingju á hátíðisdegi verkalýðsins.
 2. Á Íslandi teljum við það sjálfsagt að hafa vinnu.
 3. Í Evrópusambandinu eru yfir 27 milljónir manna án atvinnu.
 4. Við teljum hagsmunum verkalýðsins á Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins.

Mæting við Hlemm kl. 13:00 og allir hjartanlega velkomin í kaffi kl. 15:00 – 17:00 á skrifstofunni að Lækjartorgi 5. Gengið er inn frá Lækjartorgi og er skrifsofan á annarri hæð í lyftuhúsi.

Heisbourg um evruna og ESB: Laugardag 5. apríl 11–12

Einn kunnasti sérfræðingur Evrópu í öryggis- og alþjóðastjórnmálum, François Heisbourg, heldur fyrirlestur um evruna og Evrópusambandið á vegum Heimssýnar, RNH og Þjóðráðs  laugardaginn 5. apríl 2014 kl. 11–12 í Odda, stofu O-202, í Háskóla Íslands. Heisbourg fæddist 1949 og hlaut menntun sína í franska stjórnsýsluháskólanum, L’École nationale d’administration (ENA). Hann starfaði í franska utanríkisráðuneytinu frá 1978 til 1984 og var þá meðal annars öryggisráðgjafi utanríkisráðherra Frakklands. Hann var aðstoðarframkvæmdastjóri vopna- og raftækjasmiðjunnar Thomson-CSF 1984–1987, eftir að Mitterand forseti hafði þjóðnýtt hana, og forstöðumaður IISS, International Institute for Strategic Studies, í Lundúnum 1987–1992. Hann hefur síðan gegnt margvíslegum störfum, meðal annars kennt við háskóla og verið ráðgjafi ýmissa stofnana og ráða. Hann hefur verið stjórnarformaður IISS frá 2001.

Umsókn Íslands um ESB aðild: Tilboð sem þú getur ekki hafnað.

Sumarið 2009 sendi ríkisstjórn Samfylkingar og Vg umsókn Íslands að ESB.
Þessir merku atburðir eru greindir og raktir ítarlega í meistararitgerð Hollendingsins Bart Joachim Bes frá árinu 2012. Ritgerðin er á ensku og ber heitið: Iceland’s Bid for EU Membership: An Offer You Cannot Refuse – An analysis on the role of party-politics within the decision-making process concerning Iceland’s application for EU membership. Í íslenskri þýðingu:  Umsókn Íslands um ESB aðild: Tilboð sem þú getur ekki hafnað. Höfundur ritgerðarinnar talaði m.a. við eftirtalda aðila: Ernu Bjarnadóttur, Bjarna Má  Gylfason, Ragnheiði Elínu Árnadóttir, Árna Þór Sigurðsson, Kristján Þórarinsson, Sigmund Davið Gunnlaugsson, Ásmund Einar Daðason, Semu Erlu Serdar og Jón Bjarnason. Þetta kemur fram í ritgerðinni í lauslegri íslenskri þýðingu: Mikið gekk á meðan á atkvæðagreiðslunni um tvöföldu þjóðaratkvæðagreiðsluna stóð og þingmenn VG voru teknir afsíðis á eintal við forsætisráðherra áður en að þeim kom að greiða atkvæði.
„Sumir komu úr (atkvæðagreiðslunni) algerlega niðurbrotnir með tárin augunum“ er haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni þáverandi þingmanni Vg. Nánar

Fyrirlesarar og yfirskrift erinda á ráðstefnunni

Framsögumenn og yfirskrift erinda 

Dagskrá:

 1. Vigdís Hauksdóttir: Opnunarávarp
 2. Stefán Már Stefánsson, prófessor við HÍ : „Er Evrópusambandið ríki?“
 3. Ragnar Arnalds: „De nordiska kuststaters självständighet utanför EU“ (Sjálfstæði strandríkja á Norðurslóð utan ESB)
 4. Josef Motzfeldt: Sjálfstæðibarátta Grænlendinga
 5. Halldóra Hjaltadóttir: Ávarp
 6. Odd Haldgeir Larsen: „Nei til EU som beveglse og fagbevegelsen rolle i Norge“ (Nei til EU sem fjöldahreyfing og verkalýðshreyfing í Noregi)
 7. Erna Bjarnadóttir: „Reynslusaga af starfi fyrir hagsmunasamtök og samningahópa“
 8. Matarhlé
 9. Brynja Björg Halldórsdóttir:„Forgangsáhrif ESB réttar“
 10. Haraldur Benediktsson: „Vinur hví dregur þú mig í þetta skelfilega hús?“
 11. Helle Hagenau: „Om EÖS og Norges handelfrihet uten for EU (EES samningurinn og verslunarfrelsi Noregs utan ESB)
 12. Halldór Ármannsson: „ESB og sjávarútvegur á Íslandi“
 13. Per Olaf Lundteigen: ” Island, Norge og makrilen”
 14. Ásgeir Geirsson: Ávarp
 15. Sigríður Á Andersen: “Fullveldi – nokkur praktísk atriði”
 16. Olav Gjedrem: „Grunnlovsjubileet og 20 års jubileet for Neiet 1994“ (200 ára stjórnarskrárafmæli og 20 ár frá því að norðmenn höfnuðu ESB í þjóðaratkvæðagreiðu.

 Ráðstefnustjórar: Jón Bjarnason og Helle Hagenau

Pallborðsumræður umsjón: Unnur Brá Konráðsdóttir Nánar

Eftirlit með fjölmiðlum og umræðum á netinu

Þessi frétt birtist á mbl.is þann 4. febrúar síðastliðinn

Evrópuþingið hyggst verja sem nemur um tveimur milljónum punda í eftirlit með fjölmiðlum og umræðum á netinu þar sem efasemdir um Evrópusambandið eru viðraðar vegna áhyggja af því að andúð í garð sambandsins fari vaxandi. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Nánar